Fleiri færslur á nýju ári?

Síðasta færsla mín á síðasta ári (2018) var um miðjan mars. Þrátt fyrir að eiga nokkrar PiPiTis myndasögur á lager, þá var ég ekki að skrifa mikið. Ég hef bætt við færslu eftir á í október, sem að var upphaflega bara skrifuð á Facebook. Ástæðan fyrir þessari þögn hefur stafað af eftiðleikum í einkalífinu plús stór verkefni sem að ég ákvað að fara í og ákveðna erfiðleika í vinnunni. Þar sem að mestu erfiðleikarnir í einkalífinu hafa verið smátt og smátt að leysast og ég sé fyrir endan á stór verkefninu, þá er ég nokkuð vissum að uppfærslunar á þessari síðu verða fleiri.

Hvað stóraverkerfnið varðar, þá lagði ég í húsakaup árið 2018 og fékk ég húsið afhent í lok ársins 2018. Árið 2019 fór að mestu í að laga og endurbæta húsið, með öllum tilheyrandi erfiðleikum.

Mér hefur dottið í hug að skrifa eitthvað nokkrar færslum um hvað var gert og afhverju það gekk svo brösulega en upphaflega átti vinnan í húsinu að vera lokið í byrjun júlí, en iðnaðarmenn voru að klára síðustu hlutina í nóvember en þá var ég fluttur inn í óklárað hús og á sjálfur eftir að klára öll herbergi.

PiPiTis 54: Viðskiptahugmynd

Árið 2004 þegar ég var að vinna að lokaverkefni mínu þá var verkefni mitt hluti af stærra verki sem var kallað GeneralStore eða almenningsverslun/krambúð á íslensku.  Það var samt líklegast ekki hugmyndin á bakvið namið. 15 árum seinna þá er ég að vinna í gerð verlsunar sem er kölluð PREEstore og á að selja Öpp. Ég gat því ekki annað en tekið fyrir hugmyndaríki galdramannsins.

 

Lesa áfram PiPiTis 54: Viðskiptahugmynd

PiPiTis 48: Nýr þáttur í þáttaröðinni Ófærð: Vinnubekkurinn


Síðustu mánuði höfum við verið að vinna að verki sem hefur verið kallað Vinnubekkurinn (e. Workbench). Ólíkt fyrri verkum þá átti útgáfutíðnin að vera aukinn úr rúmlega 6 mánuðum í tæpan 1 mánuð. Samt átti t.d. ekkert að breytast fyrir þróunardeildina og það var eins og horft væri framhjá öllum erfiðleikum sem eru í okkar venjulega verkferli. Ég ákvað því að teikna mynd af þessu verki fyrir yfirmenn mína í von um þeir myndu skilja vandamálin betur.

Lesa áfram PiPiTis 48: Nýr þáttur í þáttaröðinni Ófærð: Vinnubekkurinn

Þróunarmynd


Í upphafi síðasta árs kom einn vinnufélagi minn til mín með hugmynd fyrir svo kallaðan upphafsglugga (splash)  innanhús þróunarforrits (DEV Platform) okkar. Hugmyndin var að þróunardeildarstarfsfólkið (þ.e. minions) væri að draga stein í pýramída byggingu, eitthvað svipað og úr bókum Ástríks: