Gjöf frá vinnufélögum

4. Október 2018

 

Þegar ég kom til baka til vinnu etir jólafrí um síðustu jól þá komu vinnufélagar mínir mér á óvart með eftirfarandi gjöf:

Stuttermabol merktan Minion Wars með mynd af minion sem svarthöfða úr Star Wars myndunum og vinabók en hana höfðu vinnufélagar mínir fyllt út, en vinnufélagar mínir vildu með þessari gjöf þakka fyrir allar PiPiTis myndasögurnar, sem ég hef teiknað.

 

Ég þakkaði fyrir mig með PiPiTis myndasögunni að ofan þar sem ég túlkaði gjöfina svo að yfirmenn mínir sæu mig sem illmennið Svarthöfða.

Síðasta PiPiTis:

Uppfærð 4. Október 2018

Síðustu færslur

Gjöf frá vinnufélögum 4. Október 2018

Lagervinna 27. September 2018

Týpískt 7. September 2018

Fanatík 13.Júní 2018

Mistök 7. Júní 2018

Verðmæti 23. Maí 2018

Tónlist

Lagervinna

27. September 2018

 

Að kvöldi 11. september lenti ég í slysi þegar ég var á leið heim úr vinnu og brotnaði hægri olnboginn og varð að fara í aðgerð. Brotið var mjög mikið og aðgerðin flókin en læknarnir gerðu vinnu sína mjög vel eins og sjá má á myndinni fyrir neðan. Það þýðir að ég mun lítið teikna á næstunni og er varla skrifandi í dag. Ég á þó nokkrar PiPiTis myndasögur á lager, sem ég mun að sjálfsögðu birta hér Kannski er verð ég fær um að teikna að nýju þegar lagerinn r búinn.

Viltu kaupa PiPiTis bókina?
Sprache

Týpískt

7. September 2018

 

Í gær sagði annar af deildarstjórunum við mig að það hefði ekki komið nein PiPiTis myndasaga í langan tíma. Hvort að ég gæti ekki kannski komið með eina, t.d. gert grín af gildunum okkar. Seinna um daginn sagði mér einn samstarfsmaður að þessi sami deildarstjóri hafi verið að furða sig á því að starfsmenn væru ekki að stoppa við plakatið hans um gildin og ræða um gildin. Þá kom upp sú hugmynd að PiPiTis myndasaga um gildin myndi fá fólk til að tala um gildin. Hmm... og ég sem teiknaði tvær fyrir nokkru síðan.

 

En jú síðasta uppfærsla á þessari síðu var um miðjan júní, þrátt fyrir að það séu nokkrar PiPiTis myndasögur á lager (eins og þessar tvær um gildin). Ég hef síðan þá verið að stressa mig á öðrum hlutum en sjáum til hvort að mér takist ekki að uppfæra þessa síðu oftar þrátt fyrir þessar truflanir.

Fanatík

13. Júní 2018

 

Þessi er tilbrigði við myndastrípu sem birtist 17. maí síðast liðinn, en sú myndastrípa var tilbrgði við Dilbert myndasögu frá 7. nóvember á síðasta ári.

Þor til að mistakast

7. Júní 2018

 

 Stundum þarf maður að leiðrétta sín mistök, því manni getur alltaf orðið á einhver mistök.

Verðmæti

23. Maí 2018

 

Hvaða augnablik gefa lífinu gildi?

© 2015,2016,2017,2018 Stefán Ljósbrá