Smellið á myndina til þess að fá íslenska þýðingu.

 

Þessi myndasögustikla var ritskoðuð, átti að birtast 6. mars 2015. Ritskoðað þýðir einfaldlega að hún mun ekki birtast vinnufélögum mínum á svo kölluðum Þróunnardeildarfundi (þ. Entwicklerforum) eða vera sett í openberlega staði þar sem að allir geta séð hana. Ástæðan er líklega viðfangsefnið.

 

Þar sem ég vinn þá var ákveðið fyrir nokkrum árum að taka upp svokallað starfsframakerfi. Ástæðan var vegna kvartanna sem komu fram í starfsmannaskoðunnarkönnun, þar sem kvartað var yfir því að það væru ekki miklir möguleikar hjá fyrirtækinu fyrir starfsframa. Starfsframakerfið átti að bregðast við þeim vanda. Starfsframakerfið inniheldur þrjár megin starfsframaleiðir: sérfræðingur (specialist), snillingur (expert), leiðtogi (leader). Snillingur er háskólamenntaðar eða tæknimentaður á meðan að sérfræðingur er önnur menntun. Leiðtogi er fyrir þá sem að þurfa að stýra verkefnum eða fólki (venjulega með ábyrgð á einhverjum hóp). Leið sérfræðings og snillings eru 6 þrep á meðan að leiðtogi eru þrjú stig. Sá sem er ný kominn úr skóla byrjar á fyrsta þrepi, annað hvort sem sérfræðingur eða snillingur.

© 2015,2016,2017,2018 Stefán Ljósbrá