Smellið á íslenska fánann til þess að fá íslenska þýðingu.

 

Þessi myndisaga olli mér talsverðum höfuðverk þegar ég var að reyna að snúa henni yfir á íslensku. Mikið af bröndurunum liggja nefnilega í Þýskunni. Síðasti ramminn er útursnúningur á frasa sem að birtist í sjónvarpsauglýsingum um lyf eða fæðurbótaefni og ef maður hefur ekki heyrt upprunalega frasan þá er ólíklegt að maður fatti brandarann. Svipað er með hárþurrkurnar. Í þýsku er talað um að blása einhvern hárþurkum þegar maður er að skamma einhvern. Aðalbrandarinn er þó um Matrixu (fylki) sem að arkitektarnir hafa gerðu til þess að hjálpa þróunardeildinni til þess að fylgja gefinni hugbúnaðarhönnun og þar sem að markt hefur verið tengt Matrix bíómyndunum þá er restin af tengingunum auðvitað í bíómyndina.

© 2015,2016,2017,2018 Stefán Ljósbrá