Aðdáendur

17. Maí 2018

 

Þekki þið ekki það þegar það er alltaf einhver í vinnunni sem er fylgist með ykkur hvert einasta fótmál til þess að ná örstuttu tali af ykkur þegar þið hafið frían tíma? Nei? Sama segi ég.

Spik og vinna

9. Maí 2018

 

PiPiTis myndræma fyrir matarlystina. Þar sem að þessi ræma gengur meira út á orðaleik þá læt ég fylgja með teikningu sem að ég gerði fyrir okkar innanhús þróunarforrit (DEV Platform). Vinnufélagar mínir sem að sjá um þetta forrit höfðu tekið eina PiPiTis myndaræmu sem upphafsglugga fyrir forritið en þá kom annar vinnufélagi minn til mín og sagðist hafa hugmynd að upphafsglugga þar sem að þróunardeildarstarfsfólkið (þ.e. minions) væri að draga stein í pýramída byggingu og þetta er það sem að ég teiknaði:

Blómapottur

26. Apríl 2018

 

Þessi myndastrípa er byggð á sannsögulegum atburði, þó reyndar það eigi við næstum allar PiPiTis myndasögurnar. Og að þessu sinni þá er það gildið Gegnsæi sem er tekið fyrir, en einmitt í gær þá var hengt upp í ganginum í skrifstofu okkar plakat með öllum gildunum 15.

Færslur

Aðdáendur 17.Maí 2018

Spik og vinna 9. Maí 2018

Blómapottur 26. Apríl 2018

Undir eftirliti 18. Apríl 2018

Staðfesting 11. Apríl 2018

Kabút 2. Apríl 2018

Með kvelli 18.Janúar 2018

Við árslok 31. Desember 2017

Mat á mati 23. Desember 2017

Væntingar eða ? 14. Desember 2017

Í góðri trú 21. September 2017

Sumarið kom og fór 4. September 2017

Tapað í þýðingu 10.Maí 2017

Að óskum 2. Mars 2017

Gott selur sig sjálft? 22. Janúar 2017

Þróunarlaugin 28. Desember 2016

Áttaviltur 21. Desember 2016

Hver er sekur? 15. Desember 2017

Tilurð PiPiTis ræmu 15.Nóvember 2016

Fyrirlestur um PiPiTis 1. November 2016

Ástandsskoðun 6. Október 2016

Svo auðvelt 28. September 2016

Örstutt mannkynssöga 11. September 2016

Blek 20 ára! 3.September 2016

Misskilningur? 9.Júní 2016

Konur mannkynssögunnar 29. Maí 2016

Aðdáenda myndasögur 5. Maí 2016

Tímaþröng 28. April 2016

Eru alltaf til svör? 22. April 2016

Grunnsamleg met 15.Apríl 2016

Ritskoðað? 1.Apríl 2016

Af flugum og úlföldum 25. Mars 2016

Hátíðar PiPiTis 18. Mars 2016

Vinna er gaman 4. Mars 2016

Arkitekta PiPiTis 4. Mars 2016

Deju vu PiPiTis 25.Febrúar 2016

Valentíns PiPiTis 11.Febrúar 2016

Mjög einföld nútíma... 7. Febrúar 2016

Afsökunnarstigs PiPiTis 28. Janúar 2016

Tónlist á Soundcloud 23. Janúar 2016

Tölvupóstar PiPiTis 22. Janúar 2016

Gamlárs PiPiTis 28.Desember 2015

Heimasíða 20.Desember 2015

Undir eftirliti

18. Apríl 2018

 

Það er fylgst með manni engin spurning. Flestir besservisserar og fullkomnunarárrunarsinnar á umhverfi sitt. Ég veit jú hvað er fyrir öllum best.

Staðfesting

11. Apríl 2018

 

Þessi PiPiTis myndaræma heldur áfram með hin 15 gildi sem ég þarf að tileinka mér í vinnunni ásamt því vera pínu þýskukennsla.

Kabút

2. Apríl 2018

 

Þegar ég skrifaði síðustu færslu í janúar, þá óraði mig ekki fyrir því að ég myndi skrifa næstu færslu í apríl. Nóg hef ég af efni til að setja á hér á heimasíðuna. En leti og lífið utan netsins hefur orðið til þess að svo er. Það hefði getið verið betra því að þessi PiPiTis myndasaga er í raun framhald af þeirri sem að ég setti í janúar og næstu mun einnig tengjast við þessa. Svo ég ættla að reyna að standa mig og setja næstu færlsu inn í næstu viku.

Með kvelli

18. Janúar 2018

 

Svo við byrjum árið með kvelli. Þessi myndasaga er sú fyrsta úr PiPiTis dagatalinu, sem að ég er með 11 aðrar myndasögur sem að munu birtast á næstu vikum hér á heimasíðunni.

Við árslok

31. Desember 2017

 

Það er að koma nýtt ár og fyrir þá sem eru að leita af dagatali fyrir árið 2018 til að setja á borðið hjá sér þá er hægt að nálgast PiPiTis dagatal fyrir árið 2018 með 12 splúnkunýjum PiPiTis myndasögum, allar tengdar við viðeigandi gildi (þetta er jú gildishlaðið dagatal) og öllum kökudögum sem að skipta máli. Hafið einfaldlega samband ef þið viljið dagatalið.

 

Annars get ég ekki verið svo ósáttur við árið 2017. PiPiTis bókin hefur selst í meira en 230 eintökum, sem er mun meira en ég bjóst sjálfur við og hafa viðtökurnar verið hreint út sagt frábærar við PiPiTis myndasögunum. Ég er spenntur að sjá hvað nýtt ár mun bera í skauti sér og vonandi fá önnur hugarafkvæmi mín að vera í sviðsljósinu en bara PiPiTis myndasögurnar, allavega á þessari heimasíðu. Sjáumst á nýju ári!

 

Mat á mati

23. Desember 2017

 

Þróunartrúðurinn kemur aftur við sögu að þessu sinni, þegar metið er mat þróunardeildarinnar og mat arkitektsins og hvort að það sé þörf á hörðum viðbrögðum eða hvort allt sé í grænum farvegi.

Væntingar eða veruleiki?

14. Desember 2017

 

Ég er ekki búinn að vera iðinn að setja inn færslur á þessa síðu en ég ætla að bæta mig á næstu vikum og svo sem nóg af efni til þess að setja inn næstu vikurnar.

Í góðri trú

21. September 2017

 

Varúð: Þessa myndastrípu er erfitt að skilja ef þú ert yfirmaður að einhverju eða öllu leiti.

Og sumarið kom og fór

4. September 2017

 

Hef ekki verið duglegur að uppfæra þessa síðu á liðnu sumri en ég þykist hafa helling af góðum afsökunum. Aðal afsökunin er að tölvan sem ég vinn heimasíðuna á gafst upp á þessu öllu saman og ég varð að skipta henni út. Það er því vonandi að nýja tölvan haldi mér betur við efnið.

Tapað í þýðingu

10. Maí 2017

Apríl kom og apríl fór og þó að það sé næstum kominn miður maí þá birtist þessi PiPiTis í mars. Þessi myndasaga virkar ekki á íslensku og þess vegna var ég ekki mjög æstur að setja hana hérna á heimasíðuna. Þeir sem skilja þýsku ættu samt að hafa gaman af.

Að óskum

2. Mars 2017

Síðustu mánuði hef ég gengið mjög jákvæð viðbrögð við PiPiTis myndasögunum. Fólk sem sinnir störfum sem hafa ekki ennþá birst í í PiPiTis minnit mig gjarnan á það, aðrir segja mér frá atburðum sem að þeim finnst eiga vel heima í PiPiTis myndasögunum og oftar en ekki þegar heiter umræður eru í gangi er oft sagt "úh, nú birtist þetta í næstu PiPiTis!" Hið besta mál allt saman. Á deildarfundi í byrjun þessa árs var annar deildarstjórinn að fara yfir liðið ár og hversu jákvætt allt væri, innkoman, viðskiptavinir og starfsmenn. Hann snéri sér svo að mér og sagði við mig að ég gætti kannski tekið þetta fyrir í næsta PiPiTis. Ég svaraði honum að það vantaði alveg sársaukan. Þegar ég fór svo að hugsa um þetta þá varð mér ljóst að sársaukinn er til staðar og úr varð þessi PiPiTis myndaræma.

Gott selur sig sjálft?

22. Janúar 2017

Fyrir jól þá datt mér í hug að taka PiPiTis myndasögurnar mínar saman og safna í bók. Ég var búin að vera með hugmynd að PiPiTis bók, þar sem hugbúnaðargerð væri tekin fyrir á einfaldan og spaugilegan hátt. Þessi bók var svo að segja tilraun í þá átt, þ.e. að tengja allar þær PiPiTis myndasögur sem ég hafði þegar teiknað og setja þær í samhengi, auk þess að segja forsöguna að PiPiTis. Í bjartsýni minni hélt ég að þetta tæki bara tvær helgar. Þetta tók rúmar þrjár vikur þar sem næstum hver klukkutími sem að ég var ekki í vinnunni var helgaður bókinni, auk hádegismatar.

Ég skrifaði bókina á þýsku og gaf mér svo einn dag í að þýða hana, en allar myndasögurnar sjálfar voru þýddar. Auk þess teiknaði ég tvær nýjar myndasögur sérstaklega fyrir bókina. Ég var með fleiri hugmyndir en þar sem tíminn var takmarkur þá lagði ég þær á hylluna en ég hafði hugsað mér að fá bókina í hendurnar áður en ég færi til Íslands í jólafrí, svo að ég gæti gefið vinum og fjölskyldu eintak.

Þrátt fyrir að PiPiTis myndasögurnar hafi verið vel tekið af vinnufélögu mínum þá hafði ég var ég ekki viss hversu margar bækur ég ætti að láta prenta. Í bókinu voru allar PiPiTis myndasögurnar sem ég hafði teiknað, ásamt þeim sem voru ritskoðaðar og því vissi ég ekki hvernig ég gæti auglýst bókina, þar sem það var efni í bókinni sem ekki allir (apallega yfirmenn) mættu sjá. Í deildinni þar sem ég er, vinna um það vil 130 manns, af yfir þúsundmanna fyrirtæki. Ég ákvað að prenta 40 eintök sjá hvernig viðbrögðin væru og ef þau yrðu jákvæð þá gæti ég alltaf prentað fleiri.

Ég fékk 40 eintökin af bókinni senda í vinnuna einum degi áður en ég fór í frí (á fimmtudegi). Skrifstofumærin lét mig vita að það hefði komið pakki til mín. Húsnæðinu er þannig háttað í útibúinu þar sem ég vinn, að ég vinn á 4. hæð en inngangurinn er á 5. hæð tengdar með tröppum í hinum endanum frá innganginum, þ.e. við þurfum ekki að nota almenna sigaganginn. Ég vinn í útibúi í Karlsruhe en höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Stuttgart.

Ég fer því uppá aðra hæð til að ná í pakkann. Á leið minni til baka sjá vinnufélagarnir mig vera að bögrast með pakkann og byrja að spyrja hvað sé stóra kassanum. Ég svara að þetta séu PiPiTis bækur. Þeir: "það verðum við að sjá". Og eftir því sem að ég held áfram og fer framhjá hverju herbergi bætist við hópinn og strollan er á eftir mér á leið minni að skrifborði mínu. Þegar ég er kominn að skrifborði mínu sýni ég þeim bókina og allir verða frá sér numdir og spyrja hvernig þeir geti eignast eina og ég segi þeim að þeir fá eitt eintak fyrir 5 Evrur og allir þeir sem hafa fylgt mér eftir kaupa eintak.

Þetta kemur svo sem ekki á óvart, þar sem þetta eru flestir af þeim sem hafa sýnt áhuga á PiPiTis myndasögunni hingað til. Fleiri frétta af bókina og koma til þess að kaupa eintak, þar á meðal yfirmaður minn. Og þannig er staðan þegar ég fer í þriggja vikna frí yfir jólin til Íslands, þar sem bókin fær fínar viðtökur hjá vinum og fjölskyldu en þeir þora örugglega ekki segja neitt annað.

Þegar ég kem úr fríi í janúar bíða mín fleiri óskir eftir bókinni. Stuttu seinna fæ ég tölvupóst frá einum í Stuttgart þar sem hann pantar bók fyrir sig og einn af stjórnar mönnum fyrirtækisins. Rétt á eftir berst mér pöntun frá yfirmanni yfirmanns míns og kjölfarið fylgir eftirfarandi tölvupóstur:

Kæri Stefán,

samkvæmfi orðrómi þá hefur þú safnað frábæru PiPiTis myndasögum þínum í bók, sem hefur skapað eftirsókn hjá vinnufélögum: allir vilja fá þessa bók!

Orðrómurinn er orðinn svo sterkur að Clemens (innskot: yfirmaður yfirmanns míns) bað mig um að kanna hvort og hvernig það væri hægt að prenta verkið, svo að hægt sé að mæta þeirri miklu fyrirspurn sem orðin er.

Spurning 1: Myndir þú samþykkja að prenta verkið í lítlu upplagi (ca. 200 eintök)?

Spurning 2: Hvaða brot hefur verkið? Hversu margar síður? (...)

Ég vona að svarið við spurningu 1 sé jákvætt.

Kveðja,

Markus

Úps! Mínar áhyggjur hvernig ég ætti að auglýsa bókina, voru gott sem óþarfar. Bókin sá um selja sig sjálf og fór framúr öllum væntingum mínum. Alveg magnað!

En hvernig komst vitneskjan um bókina alla leið til stjórnarmanna fyrirtækisins?

Einn af yfirmönnunum í deildinni minni (samt ekki yfir mér) var að snæða með stjórnarmönnum í hádeginu og þeir voru að tala um deildarráðsefnuna sem að var hjá okkar deild á síðasta ári. Og hann sagði frá fyrirlestri mínum um PiPiTis myndasögurnar. Stjórnarmennirnir höfðu auðvitað áhuga á að sjá myndasögurnar og það virð þess að þeim var sýnd bókin. Og þá var auðvitað ekki aftur snúið og nú eru þeir komnir með PiPiTis bók og búnir að hengja upp útprentun af útvöldum PiPiTis myndasögum á skrifstofu sinni.

Svo hvað þýðir það fyrir ritskoðunina?

Þróunarlaugin

28. Desember 2016

 

Ég var með mun fleiri hugmyndir af því sem mætti teikna í þróunarlaugina en ég ákvað að láta þetta næga.

Áttaviltur

21. Desember 2016

 

Yfirmenn mínir sá til þess að þessi myndasaga fékk jólalegan endi. Endirinn var upphaflega mun svartari.

Hver er sekur?

15. Desember 2016

 

Þessi myndaræma byggir á sönnum atburðum og fyrir áhugasama smellið á myndaræmuna til þess að sjá dæmi. Þeir sem hafa áhuga á að leysa þrautir þá er ábendingar í myndasögunni hver hin seki er.

Tilurð PiPiTis myndaræmu

15. November 2016

 

Í síðustu færslu lofaði ég að fjalla um tilurð PiPiTis myndaræmu. Eftirfarandi er nokkurn vegin endursögn á hluta af fyrirlestri sem að ég hélt.

Hver myndaræma byrjar á hugmynd. Hugmyndirnar koma við mismunandi aðstæður en bestu hugmyndirnar koma einfaldlega úr daglega lífinu, hversdagslleikanum. Og hvað er fyndið? Afhverju ratar hugmynd í PiPiTis ræmu? Gamanleikur er í raun sannleikur og sársauki. Venjulega þá pára ég hugmyndina á blað, svona leit t.d. fyrsta párið af síðustu PiPiTis myndaræmunni:

Næsta skref er að skipuleggja söguna, þ.e. er að hvernig kem ég brandaranum og hugmyndinni til skila, þannig að hún sé fyndin. Gott er að hafa bakvið eyrað hvernig brandarar eru venjulega uppbyggðir: Setup->Beat->Punch Line. Hins vegar borgar sig ekki að hengja sig í þessa uppbyggingu. Það eru það marger leiðir til þess að segja brandara. Eins og sjá má í hugmyndinni hér að ofan þá var fyrsti ramminn mynd af Morpheus og Trinity í leita af vinnudverginum og svo eitthvað óákveðið þar á milli og í síðasta rammanum er vinnudvergurinn að hlaupa í burtu frá byssukúlum frá Trinity og Morpheus. Þegar ég fór að velta fyrir mér hvaða þetta eitthvað óákveðna ætti að vera, þá spurði ég sjálfan mig hvar vinnudvergurinn væri eiginlega áður en að Trinity og Morpheus fyndu hann. Auðvitað þá væri hann að tala við Véfrétt (e. Oracle) úr Matrix. Svo ég skissaði þá hugmynd:

Ég skissaði hina rammana og var þá komin með eftirfarandi röð:

Í stað þess að láta vinnudvergin hlaupa í burt frá byssukúlunum frá Trinity og Morpheus þá myndi hann sveigja sér undan þeim eins og gert er í Matrix myndinni. Næst er að koma textanum fyrir og byrja ég á því að skrifa textann inná rammana þar sem ég held að hann passi, til að sjá hvort að hann komist fyrir.

Ég tók eftir því að ég þyrfti að setja Véfréttina í síðasta ramman svo að það væri tenging milli fyrsta ramma og síðasta ramma. Eins og sést þá er talsverður texti í öllum römmum og á því er næsta skref annað hvort að fjærlægja það sem er ekki nógu gott og ekki nauðsynlegt, orða setningarnar betur og hnitmiðaðra. Einhvern vegin tókst mér þó að koma öllum textanum fyrir:

Það er gott að setja talblöðrurnar á þessu stigi því þá veit ég hversu mikið ég þarf að teikna og tússa í næstu skrefum. Í flestum tilfellum teikna ég einhverja ramma aftur betur á þessu stigi en að þessu sinni fannst mér þetta vera nógu gott til þess að tússa og teikna eftir.

Þegar ég var að tússa tók ég eftir að það vantaði kaffibolla vinnudvergsins í síðasta rammanum og bætti honum því við. Ég lýsi venjulega skissurnar aðeins upp og slekk á textanum meðan ég er að tússa.

Ég lita venjulega þannig að ég fylli fyrst út litina flata þar sem ég vil hafa þá og svo bæti ég við skugga og lýsingu:

Og þá er ekkert eftir nema að leggja lokahönd á myndaræmuna með því að bæta við bakgrunnslit í ætt við Matrix og myndaræman er tilbúin:

 

Fyrirlestur um PiPiTis

1. November 2016

 

Fyrir ca. 2 vikum fór deildin sem að ég vinn hjá á svokallaða deildarráðstefnu, á þýsku kallast það Klausurtagung. Hugmyndin er að öll deildinn fari á hótel þar sem ekki er hægt að ná sambandi við umheiminn (það er Klausur hlutinn í þýska orðinu) og hlýðum á fyrirlestra (það er Tagung hlutinn af þýska orðinu). Það góða er að matur og drykkir eru fríir. Þetta er að sjálfsögðu undir vörumerkinu hópefli.

Okkur er gefin sú tilfinning að við veljum það sem við viljum heyra með því að koma með tillögur af umræðuefni og svo að kjósa hvaða umræðuefni okkur finnst áhugaverðust. Reyndar er fresturinn sá sami fyrir bæði og því er það yfirleit svo að þær tillögur sem að koma snemma fá fleiri atkvæði en þær sem koma seinna. Yfirmaður minn gengur venjulega um og biður/skipar hverjum og einum leggja inn eina tillögu af umræðuefni. Að þessu sinni lagði ég fram þrjár tillögur og ein af þeim var fyrirlestur um PiPiTis.

Yfirmönnum mínum leist svo vel á þessa hugmynd og spurði hvort að ég væri ekki til í að halda fyrirlesturinn fyrsta kvöldið sem hluta af kvöldskemmtuninni. Það samþykkti ég að sjálfsögðu.

Fólk virtist almennt vera mjög spennt fyrir fyrirlestrinum og var ég spurður mörgum sinnum hvenær minn fyrirlestur væri og sumir höfðu orð á því að þeir hlökkuðu mest til matarins og PiPiTis fyrirlestursins. Ég var því kominn með pínu áhyggjur að fólk væri búið að byggja upp eftirvæntingar sem að ég gæti ekki staðið undir. En eftir að fólk var búið að troða sig út af kvöldmat þá hófst fyrirlesturinn.

Þetta er í fyrsta skipti sem að ég held fyrirlestur um myndasögur og þar af leiðandi í fyrsta skipti sem að ég tala opinberlega um eigin myndasögur. Þegar ég var að skipuleggja fyrirlesturinn og setja saman klærurnar þá tók nokkurn tíma að finna rauðaþráðinn í gegnum fyrirlesturinn. Ég byrjaði á að sýna nokkrar gamlar Webtoons sem að ég gerði þegar ég var í Háskólanum á Íslandi áður en ég kynnti fyrstu minjar af PiPiTis, eða þegar galdramaðurinn varð til, en það var árið 2005. Í framhaldi af því þeir teikningar sem ég hafði teiknað af honum þar til fyrsta PIPiTis leit dagsins ljós. Þá sýndi ég skipurit PiPiTis og nýja PiPiTis ræmu, en ég notaði hana sem dæmu um það hvernig PiPiTis ræma yrði til, frá hugmynd til fullkláraðar myndasögu. Í næstu færslu mun ég skrifa smá um þann hluta.

Ástandsskoðun

6. Október 2016

 

Þessi myndaræma er í stuttumáli það sem að ég og samstarfsfélagar mínar höfum verið farið í gegnum núna síðustu mánuði. Það var því löngu kominn tími á myndaræmu um aðstæðurnar. Það tók mig samt nokkurn tíma að finna rétt sjónarhorn á aðstæðurnar, þ.e. hvað er brandarinn án þess að það vekja of mikla athygli á gagnrýninni. Eftir að myndaræman var birt, (já, hún var ekki ritskoðuð), þá kom deildarstjórinn til mín og spurði mig út í þessa myndaræmu og vildi vita hvað væri meint með henni. Svo hann tók eitthvað af gagnrýninni til sín :)

Hlutir geta verið svo auðveldir

29. September 2016

 

Ég teiknaði þessa mynd fyrir innanhús hugbúnað sem að við notum:

Hugmyndin kom eftir að ég hafði hort á kynningar myndskeið frá vinnuveitenda mínum Vector Informatik GmbH, en þar var þessi frasi "Hlutir geta verið svo auðveldir" notaður:

Tilurð örstuttrar mannkynssögu

11. September 2016

 

Ég fékk þann heiður að vera með í afmælisblaði Bleks, sem að kom út núna um síðustu helgi. Myndasagan fékk nafnið Mannkynssagan í örstuttumáli og er í raun tvær blaðsíður en þar sem að ég gat ekki klárað báðar síðurnar fyrir skilafrest ákvað ég að búa til styttri útgáfu fyrir blaðið. Myndasagan er hluti af myndasögu þeirri sem ég er að vinna að Þegar tíminn staldraði við og mun báðar síðunnar birtast þar. Hér er fyrsta skissan af báðum síðunum:

Hugmyndin að myndasögunni á rætur sínar að rekja til ársins 2000 sem myndskreyting við ljóð sem ég kallaði Mannkynssagan. Myndin átti að vera ein opna í bókinni sem væri lesin/skoðuð frá vinstri til hægri og byrjaði á tímum frummanna og færðist í gegnum söguna eftir því sem að lesið yrði til hægri þar til að komið færi fram í nútímann. Eins áttu að vera vísað í þekktir atburðir/styrjaldir í mannkynssögunni. Neðst lengst til hægri átti svo að vera leggsteinn þar sem að ljóðið átti að vera ristað á.

 

Þar sem að ljóðabókin var lögð á hilluna var eina sem ég hafði teiknað var skissa af leggsteininum. Þegar ég fór að púsla saman bókinni Þegar tíminn staldraði við, fannst mér að þetta ljóð og grunn hugmyndin myndi passa og það kom mjög fljótlega sú hugmynd að láta nemendur lesa uppúr sögubók í sögutíma atburði/stríð á ýmsum tímum í mannkynssögunni. Eins og sjá má á skissunni af síðunni hér að ofan kom snemma sú hugmynd að láta nemendurna vera í klæðnaði/tísku þess tíma, sem atburðurinn átti að gerast. Í stað leggsteinsins var svo kominn íslensk orðabók, þar sem ljóðið var hluti af skilgreiningunni á orðinu Mannkynssaga. Lengi vel áttu myndirnar í römmunum af atburðunum að vera teiknaðar í sama stíl og annað í bókinni en ákvað svo að það væri betri hugmnd að teikna þær í stíl þess tímabils sem að atburðirnir gerðust. Þetta reyndist vera mjög mikið teiknivinna að minni hálfu og tókst mér því ekki klára söguna fyrir skiladaginn í afmælisblað NeoBleks. Ég ákvað því að taka þá ramma sem að voru kláraðir og búa til einnar síðu myndasögu, sem er einskonar forsmekk á það sem mun koma í bókinni.

 

Þeir sem hafa áhuga á að lesa sögu mína ættu að kaupa afmælisblað NeoBleks, auk myndasögu minnar þá eru myndasögur eftir marga af þekktustu myndasöguhöfundum á Íslandi í dag og má nefna Hugleik Dagsson, Inga Jensson, Kjartan Arnórsson, Bjarna Hinriksson, Jean Pozok og Simma og Lilju. Í heildina 164 blaðsíður!

 

Hér eru svo skissur af konum mannkynssögunnar en endanlega útgáfu má sjá í eldri færslu.

 

 

Íslenska myndasögutímaritið Blek 20 ára!

3. September 2016

 

Fyrir 20 árum var ég að vinna á grafíkdeildinni á DV sem sumarafleysingarmaður. Yfirmaður grafíkdeildarinnar var Ólafur Guðlaugsson. Einn daginn var hann með á skjá sínum næstum svarta forsíðu með rauðu, svo ég fór að spyrja hann hvað þetta væri því ólíklegt var að þetta myndi birtast í DV. Það kom í ljós að þetta var forsíðan á nýju íslensku myndasögublaði Hazarblaðið Blek, sem hann ásamt 10 öðrum stóðu í að gefa út.

 

Hann sýndi mér síðan myndasöguna sem að hann átti í blaðinu, Hamingjan. Einnar síðu myndasaga um leitina að hamingjunni. Einkar góð myndasaga, með á einnu síðu á gaman saman hátt sýndi hamingju í nútímanum.

 

Ég fylgdist aðeins með útgáfu blaðsins úr fjarska og keypti mér blaðið daginn sem að það kom út. Í blaðinu voru 11 íslenskar myndasögur eftir níu myndasöguhöfunda: Sigurður Ingi Jensson, Þorsteinn S. Guðjónsson, Jón Ingiberg Jónsteinsson, Erpur Þórólfur Eyvindsson, Bjarki Kaikumo, Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir, Ólafur Gunnar Guðlaugsson, Pétur Yngvi Yamagata og Ómar Örn Hauksson. Blaðið var í frekar stóru broti miðað við amerísk hasarblöð, ca. A4 og prentað á flottan pappír. Hið veglegasta blað.

 

Sögurnar voru féllu misvel að mínum smekk en þetta blað hafði samt töluverð áhrif á mig og fletti ég og las blaðið nokkuð oft þetta sumar. Fram að þessum tíma hafði ég teiknað örfáar stuttar myndasögur sem aðeins mjög þröngur vinahópur hafði séð en hafði svo sem hugmyndir um myndasögur. Þetta fyrsta blað af Blek gaf mér þá von að kannski gæti ég gert einhverjar af þeim hugmyndum mínum um myndasögu að veruleika og birt þær í íslensku myndasögu blaði! (Það var þó ekki fyrr en árið 2010 sem að fyrsta myndasagan mín birtist í Bleki).

 

Frá og með útgáfu annars tölublað var reynt að gera blaðið ódýrara í útgáfu og lækka verðið og var broti blaðsins breytt í týpískt amerískt hasarblaða stærð og prentað á ódýrari pappír. Blaðið kom út undir nafninu Blek til ársins 2005 og var útgáfan óregluleg eða þegar efni var nóg í eitt blað. Jean Posocco, sem hafði verið ein driffjöðurinn í útgáfu bleks frá og með öðru tölublaði, reyndi að blása nýju lífi í Blek með því að gefa það aftur út í stóru broti og reynt að gefa blaðið út einu sinni á ári. Árið 2010 reyndi Jean að blása enn meira lífi í blaðið svo og íslenskan myndasögumarkað. Blaðið kom út þrisvar til fjórum sinnum út á ári og innihélt þýddar franskar myndasögur með stökum íslenskum myndasögum.

 

NeóBlek 20 áraBlek heldur uppá 20 ára afmælið með útgáfu á 164 blaðsíðna blaði í veglegu broti, þar sem að flestir af þeim sem hafa teiknað fyrir blaðið eiga sögur og sýningu í Borgarbókasafninu Grófinni Tryggvagötu þar sem að farið er yfir feril blaðsins. Er sýningin bæði fróðleg og áhugaverð og ekki síður skemmtileg. Sýningin stendur yfir til 25. september og ætti fólk endilega að nýta sér tækifærið og skoða íslenska menningu eins og hún gerist best. Kannski rekist þið á myndasögu eftir mig á sýningunni, en allavega nóg af góðum myndasögum eftir þekktustu myndasöguhöfunda Íslands síðustu tvo áratugi.

 

 

Misskilningur?

28. Apríl 2016

 

Einn af arkitekunum bað mig um að teikna sig í Deadpool búningi næst þegar að arkitekt birtist í PiPiTis. Ég reyndi mitt besta.

Konur mannkynssögunnar

19. Maí 2016

 

Síðastu laugardaga var hægt að fá myndasögur ókeypis. Síðasta laugardag héldu þjóðverjar, Svisslendingar og Austurríkismenn uppá Gratis Comic Tag og laugardaginn á þar undan héldu Bandaríkjamenn og Íslendingar uppá Free Comic Book Day. Ég ætlaði mér að vera með að þessu sinni og hafði hugsað mér að birta myndasögu úr Þegar tíminn staldraði við og ákvað því að fullklára eina af viuðameiri sögunum. Þar sem ég vissi að tímamörkin væru knöpp þá ákvað ég samt að ráðast í verkið því hvort sem ég kláraði í tíma eða ekki, þá væri vinnan ekki til einskis. Þeir sem líta reglulega við á síðuna hafa eflaust tekið eftir að það kom engin færsla í síðustu viku og ástæðan sú að ég kláraði söguna ekki tímanlega. Sagan ber nafnið Mannkynssagan og hér er smá forsjá:

Þetta er svo kallaðar "konur mannkynssögunnar" hér birtast án samhengis. Hafið engar áhyggjur þessi myndasaga mun birtast einhvern tíman í náinni framtíð.

Aðdáenda myndasögur

5. Maí 2016

 

Síðasta PiPiTis myndastikklan var sú nýjasta, sem þýðir að hér eftir munu PiPiTis birtast stuttu eftir að þær hafa birst opinberlega. PiPiTis myndastikklurnar hafa hitt betur í mark og stundum ollið meira umtali en ég átti sjálfur von á. Margir hafa skotið að mér hugmyndum, og það meira að segja yfirmenn mínir, sem hafa viðrað þeirri hugmynd að hengja þær uppá vegg. Ein myndastikklan hangir uppá vegg, en arkitektarnir voru svo ánægðir með eina að hún var strax sett á vegginn.

 

Það hafa líka verið eftirhermur, t.d. þessi skopmynd af mér sem Marcel Börner teiknaði:

Hann nær hárgreiðslunni nokkuð vel. (Stop! So nicht! = Stop! Ekki svona!). Marcel var aftur á ferðinni nokkru síðar og teiknaði þessa hér á töflu:

Ég veit ekki alveg hvað stendur á fánanum, held að það standi Wizzard (=galdramaður).

 

Einn af arkitektunum fékk nóg einn daginn eftir að einhver var búinn að hirða Coke Zero flösku úr ískáppnum (enn eina ferðina) og teiknaði eftirfarandi mynd:

Titill myndarinnar er froðufellandi arkitekt (schäumender Architect) en hér er arkitekt fyrir framan ískáp með fulla hyllur af bjór (Bier) og vatni (Wasser) en Coke Zero hyllan er tóm (bara köngulóarvefur og flugur). Arkitektinn froðufellir af reiði yfir tómri Coke Zero hyllu (Coke Zero schon wieder LEER! = Coke Zero enn einu sinni tóm).

Tímaþröng

28. Apríl 2016

 

Því miður þá fatta ekki allir tenginguna við uppvakninga, svo hér smá ábending: uppvakningar eru heiladauðir.

Eru alltaf til svör?

22. Apríl 2016

 

Oftar enn ekki þá hefur maður fleiri en eina hygmynd í kollinum til að koma einhverju á framfæri eða gera grín af.

Grunnsamleg met

14. Apríl 2016

 

Það er mjög góð tilfinning að klára eitthvað og geta litið yfir farinn veg og fagnað því sem afrekað var á síðustu mánuðum/árum.

Ritskoðað?

1. Apríl 2016

 

Í nýjustu PiPiTis fór ég ekki yfir strikið en varð samt sem áður að setja ritskoðað merki yfir sum orð.

Af flugum og úlföldum

25. Mars 2016

 

Sumt sem er satt. skal ekki vera sagt, á vel við nýjustu PiPiTis myndasöguræmuna og þar af leiðandi fékk hún ekki að birtast vinnufélögunum.

Hátíðar PiPiTis

18. Mars 2016

 

Nýjasta PiPiTis passar nokkuð vel tímanlega, þar sem það eru að koma páskar en viðfangsefnið, deildarráðstefnan, er eitt af þessum erfiðu viðfangsefnum sem verður að fara mjög fínt í. Að þessu sinni var hún allavega ekki bönnuð.

Vinna er gaman

10. Mars 2016

 

Nýjasta PiPiTis tekur fyrir hið svo kallaða Work-Life Balance vandamálið.

Arkitekta PiPiTis

4. Mars 2016

 

Nýjasta PiPiTis er að þessu sinni helguð þeim kröfum sem að hugbúnaðararkitektar þurfa að standa undir í sínu starfi.

Deja vu PiPiTis

25. Febrúar 2016

 

Hugmyndin af nýjustu PiPiTis myndastikklunni kom frá Marcelino Varas, sem var greinilega kominn með nóg af villudraugum sem hrella hann í hverjum einasta uppfærslupakka. Eins og síðustu PiPiTis myndastikklur, þá er alls ekki einfalt að þýða þær á íslensku.

 

Valentíns PiPiTis

11. Febrúar 2016

 

Setti inn PiPiTis helgaða Valentínsdeginum. Myndasagan var teiknuð í fyrra af sama tilefni. Ég held að ég sé líka búinn að finna góða leið til þess skipta yfir í íslenska þýðngu á myndasögunni.

 

Mjög einföld nútíma mannafóðrun

7. Febrúar 2016

 

Ég hef verið að velta því fyrir hvernig best væri að gefa fólki kost á að fylgjast með því sem að gerist á síðunni, þ.e. er að segja þegar ég set inn eitthvað af nýju efni á síðuna. Í gamla daga, þ.e.a.s. fyrir meira en 10 árum síðan, þá setti fólk heimasíður í bókamerkin eða uppáhald sitt og kíkti svo reglulega sjálft á síðurnar. Í dag, á tímum facebook, tvitter og google+, þá notar fólk varla bókamerki lengur. Þar sem ég uppfæri síðunna, hvorki á klukkatíma fresti né daglega þá er auðvitað hætt við að mín síða gleymist. Hingað til hef ég sett eitthvað af nýjum uppfærslum af PiPiTis á facebook, og var það aðalega af beiðni eins vinar. Ég sé tvo galla á því. Fólk, sem er ekki vinur minn á facebook, hefur ekki möguleika á sjá þessa pósta og þeir facebook vinir mínir sem hafa engan áhuga á að lesa þessa pósta, eru samt sem áður fóðraðir á þeim.

Þannig að ég ákvað að gera eitthvað í málunum og setti þess vegna inn þrjú tákn efst á síðuna:

  1. Appelsínugult RSS-tákn. Ef smellt er það birtast færslunar á þassari síðu á RSS formi sem er hægt að setja í hina og þessa RSS lesera og þannig orðið áskrifandi af þessari síðu. Þannig les ég sjálfur flestar síður í dag og er með á nótunum.
  2. Facebook tákn. Ef smellt er á það þá kemur fólk á facebook síðu mínu og getur gert læk á síðuna. Ég mun uppfæra þá síðu um leið og ég bæti við færslu á þessari síðu og þannig fá þeir sem hafa lækað mína síðu, pósta frá mér sem ég hef sett á þá síðu og geta út frá þeim skoðað þessa síðu.
  3. Google+ tákn. Ef smellt er á það þá fer fólk á google+ síðuna mína. Ég mun uppfæra þá síðu um leið og ég bæti við færslu á þessari síðu og þannig fá þeir sem hafa gerst fylgjendur (follow) þeirrar síðu, pósta frá mér sem ég hef sett á þá síðu og geta út frá þeim skoðað þessa síðu.

Hljómar það ekki bara ágætlega og einfalt?

 

Þar sem næsti PiPiTis kemur ekki fyrr en í lok þessarar viku þá hér mynd úr úr mynasögunni Þegar tíminn staldraði við... en ég var að tússa hana núna í síðustu viku.

Afsökunnarstigs PiPiTis

28. Janúar 2016

 

Setti inn nýja PiPiTis E(xcuse) Levels. Hún var teiknuð í mars á síðasti ári en var ritskoðuð, þ.e. fékk ekki að birtast vinnufélögum mínum opinberlega.

Tónlist á Soundcloud

23. Janúar 2016

 

Meldaði mig fyrir stuttu á soundcloud aðallega til að hlusta á tónlist frá félaga mínum Sævari en ákvað svo að setja eitthvað af eigin tónlist þar líka og það má hlusta á þau hérna hægra megin á síðunni. Kannski líkar einhverum einhver lög.

Tölvupóstar PiPiTis

22. Janúar 2016

 

Setti inn nýja PiPiTis á netið, Tölvupóstarhvatning. Hún var teiknuð janúar á síðasta ári og fjallar stutt um það líf sem að ég sem hluti af þróunardeild fæ ósjaldan að upplifa.

Gamlárs PiPiTis

28. Desember 2015

 

Setti inn nýja PiPiTis á netið, Áramótaheit. Hún var teiknuð fyrir síðustu áramót en á jafn vel nú eins og þá.

Heimasíða

20. Desember 2015

 

Það er búið að vera nokkuð lengi á döfunu hjá mér að koma heimasíðu aftur á netið. Aðalástæðan var lengi vel bók sem að ég er búinn að vera að vinna að síðustu ár og ætlaði að gefa út á árinu. Vinnsla bókarinnar hefur af ýmsum örsökum dregist á langinn og þar af leiðandi var engin þörf á að koma heimasíðu í gagnið. Ég byrjaði hins vegar að teikna myndasögustikklurnar PiPiTis fyrir vinnufélaga, sem var svo að segja birt á innri vef fyrirtækisins en þegar nokkrar af þeim voru ritskoðaðar þá hef ég þurft stað fyrir þar sem slíkar stikklur gætu verið birtar. Ég fór því aftur að hugsa um heimasíðu þar sem þær getu verið hýstar. Ég gaf mér loksins tíma núna á aðventunni að gera eitthvað í málunum og hér er því síðan komin á netið.

 

Síðan inniheldur áður sagða PiPiTis stikklur, sem munu birtast sæmilega reglulega. Fyrstu fimm stikklurnar er að finna nú þegar á síðunni en sú nýjasta af þeim er með jólaívafi og því tilvalið að staldra þar við. Þær munu svo birtast vikulega eftir það í einhverjar vikur þar sem að ég hef smá forða en þegar sá forði er búin munu þær birtast þegar ég svo að segja teikna þær og þá verðum við að sjá til hversu oft það verður. Ég hef ákveðið að halda PiPiTis stikklunum á frummálinu, þ.e. þýsku, og setja íslenska þýðingu undir stikkluna. Framsetningin á þýðingunni á þó vafalaust eftir að breytst.

 

Áður nefnd bók, sem hefur hlotið nafnið Þegar tíminn staldraði við, hefur sinn stað og í augnablikinu bara smá keimur af bókinu en mun eftir því sem að líður nær útgáfu bókarinnar vera meira upplýsandi og veglegri.

 

Forsíðan, eða þessi síða, mun svo innihalda fréttir og blogg um eitthvað sem að mér dettur í hug í sambandi við myndasögur, mest þó eigin myndasögur, t.d. hvort að ný PiPiTis myndastikkla er kominn á netið eða um þróun bókar minnar.

 

Það er smá aukaefni á síðunni, t.d. nokkrar smámyndasögur en ég mun bæta við þær eftir því sem að líður á. Einnig má nefna grein um sögu íslensku myndasöguna, sem að birtist í tímaritinu Mænan. Og að lokum þá hef ég haldið úti bloggi á blog.is sem að ég kalla Veröld myndasögunnar, þar hef ég skrifað eitt og annað um myndasögur en það blogg er líka hægt að sjá á þessari síðu, í augnablikinu frekar hallarislegt.

 

Þessi síða á vafalaust eftir að breytast talsvert á næstu mánuðum.

 

© 2015,2016,2017,2018 Stefán Ljósbrá