Þegar tíminn staldraði við

Það eru víst orðin tvö ár síðan að ég byrjaði að vinna að myndasögubók sem að ég ætlaði að gefa út fyrir jólin 2015. Ef einhver spyr hvar bókina sé að hafa þá er því miður svarið: hvergi. Það eru margar ástæður fyrir því að bókin hefur enn ekki litið dagsins ljós en ég það er stefnan á að gefa hana út á árinu 2016.

Froskur útgáfa mun gefa bókina út og mun ég láta vita um framvindu mála á þessari heimasíðu, svo og ljóstra meira upp um innihald bókarinnar.