PiPiTis

Ég hef haft hugmynd að myndasögu sem væri tengd vinnunni frá upphafi. en ég hef látið Splash Screen nægja. Einhvern tíman fannst mér þó að yfirmenn mínir vildu einfaldlega ekki heyra þá gagnrýni sem að undirmenn þeirra hefðu og þá datt mér í hug að það væri gott að gera það í myndasögu. Og úr varð PiPiTis (borið fram pípítís) sem er dregið haf heiti deildarinnar PPT sem að ég er hluti af (hvað sem að PPT stendur svo fyrir).

Þær persónur sem að hafa birst hingað til:

Þróunardeild (DEV)
þarf að skilja þarfagreiningu og verklýsingu vöruþróunardeildarinnar og búa til hugbúnað sam-kvæmt þeim. Þar sem stundum er að finna villur í hönnun, verklýsingu eða forritun þáverður þróunardeildin að leiðrétta villurnar.

Vöruþróunardeild (PM)
er ábyrg fyrir að skilja þarfir og óskir kúnnans, og skrifa þarfagreiningu og verklýsingu samkvæmt þeim og upplýsa og miðla þeim upplýsingum til þróunardeildarinnar.

Prófunardeild (T)
prófar hugbúnaðinn, sem að þróunardeildin hefur þróað og hvort að hugbúnaðurinn passi við verklýsingu vöruþróunardeildar.

 

Ráðgjafar (FAE)
hjálpa kúnnanum að nota hugbúnaðinn sem passar þeim best. Ef að kúnninn finnur villur eða vandamál við notkun hugbúnaðins þá tilkynnir hann og skráir villurnar.

 

Verkstjóri (PjM)
deilir verkefnunum á þrúnardeildina og hefur í huga hvaða skiladagar eru mikilvægir svo að kúnninn fái vöruna á réttum tíma.

Stjórnin (M)
vill auðvitað svo mikinn gróða sem hægt er að fá og hafa þess vegna margar mjög skrítnar hugmyndir hvernig hægt er að bæta hugbúnaðinn og verkferlið.

 

Arkitekt (A)
Fyrir stóran hugbúnað er þörf á arkitekt, þ.e. einhver sem að sér til þess að heildar hönnun hugbúnaðarins sé í samræmi og hefur yfirumsjón með tæknilegum þörfum hugbúnaðarins. Hann hjálpar einnig vöruþróunardeildinni við að gera tæknilega hlutann í verklýsingunni.

Einingar Arkitekt (KA)
Þar sem arkitektarnir eyða svo miklum tíma til þess að hjálpa stjórninni við hönnun hugbúnaðarins og vörunarþróunardeildinni við gerð verklýsingar þá er þörf á einingararkitekt. Einingar arkitekt er aðallega í því að samþykkja kóðabindingar.

Ritari (S)
er vinstri hönd stjórnarinnar (hægri höndin eru arkitektarnir).

 

 

Kúnninn
á peningana sem hvetur stjórnina áfram og óskir sem halda vöruþróunardeild, þróunardeild og prófunardeild uppteknum.

RSS
Follow by Email