Greinasafn fyrir flokkinn: Þegar tíminn staldraði við

Tilurð örstuttrar mannkynssögu

Ég fékk þann heiður að vera með í afmælisblaði Bleks, sem að kom út núna um síðustu helgi. Myndasagan fékk nafnið Mannkynssagan í örstuttumáli og er í raun tvær blaðsíður en þar sem að ég gat ekki klárað báðar síðurnar fyrir skilafrest ákvað ég að búa til styttri útgáfu fyrir blaðið. Myndasagan er hluti af myndasögu þeirri sem ég er að vinna að Þegar tíminn staldraði við og mun báðar síðunnar birtast þar. Hér er fyrsta skissan af báðum síðunum:

Hugmyndin að myndasögunni á rætur sínar að rekja til ársins 2000 sem myndskreyting við ljóð sem ég kallaði Mannkynssagan. Myndin átti að vera ein opna í bókinni sem væri lesin/skoðuð frá vinstri til hægri og byrjaði á tímum frummanna og færðist í gegnum söguna eftir því sem að lesið yrði til hægri þar til að komið færi fram í nútímann. Eins áttu að vera vísað í þekktir atburðir/styrjaldir í mannkynssögunni. Neðst lengst til hægri átti svo að vera leggsteinn þar sem að ljóðið átti að vera ristað á.

Þar sem að ljóðabókin var lögð á hilluna var eina sem ég hafði teiknað var skissa af leggsteininum. Þegar ég fór að púsla saman bókinni Þegar tíminn staldraði við, fannst mér að þetta ljóð og grunn hugmyndin myndi passa og það kom mjög fljótlega sú hugmynd að láta nemendur lesa uppúr sögubók í sögutíma atburði/stríð á ýmsum tímum í mannkynssögunni. Eins og sjá má á skissunni af síðunni hér að ofan kom snemma sú hugmynd að láta nemendurna vera í klæðnaði/tísku þess tíma, sem atburðurinn átti að gerast. Í stað leggsteinsins var svo kominn íslensk orðabók, þar sem ljóðið var hluti af skilgreiningunni á orðinu Mannkynssaga. Lengi vel áttu myndirnar í römmunum af atburðunum að vera teiknaðar í sama stíl og annað í bókinni en ákvað svo að það væri betri hugmnd að teikna þær í stíl þess tímabils sem að atburðirnir gerðust. Þetta reyndist vera mjög mikið teiknivinna að minni hálfu og tókst mér því ekki klára söguna fyrir skiladaginn í afmælisblað NeoBleks. Ég ákvað því að taka þá ramma sem að voru kláraðir og búa til einnar síðu myndasögu, sem er einskonar forsmekk á það sem mun koma í bókinni.

Þeir sem hafa áhuga á að lesa sögu mína ættu að kaupa afmælisblað NeoBleks, auk myndasögu minnar þá eru myndasögur eftir marga af þekktustu myndasöguhöfundum á Íslandi í dag og má nefna Hugleik Dagsson, Inga Jensson, Kjartan Arnórsson, Bjarna Hinriksson, Jean Pozok og Simma og Lilju. Í heildina 164 blaðsíður!

Hér eru svo skissur af konum mannkynssögunnar en endanlega útgáfu má sjá í eldri færslu.

Konur mannkynssögunnar

Síðastu laugardaga var hægt að fá myndasögur ókeypis. Síðasta laugardag héldu þjóðverjar, Svisslendingar og Austurríkismenn uppá Gratis Comic Tag og laugardaginn á þar undan héldu Bandaríkjamenn og Íslendingar uppá Free Comic Book Day. Ég ætlaði mér að vera með að þessu sinni og hafði hugsað mér að birta myndasögu úr Þegar tíminn staldraði við og ákvað því að fullklára eina af viðameiri sögunum. Þar sem ég vissi að tímamörkin væru knöpp þá ákvað ég samt að ráðast í verkið því hvort sem ég kláraði í tíma eða ekki, þá væri vinnan ekki til einskis. Þeir sem líta reglulega við á síðuna hafa eflaust tekið eftir að það kom engin færsla í síðustu viku og ástæðan sú að ég kláraði söguna ekki tímanlega. Sagan ber nafnið Mannkynssagan og hér er smá forsjá:

Þetta er svo kallaðar „konur mannkynssögunnar“ hér birtast án samhengis. Hafið engar áhyggjur þessi myndasaga mun birtast einhvern tíman í náinni framtíð.