Greinasafn fyrir flokkinn: almennt

Fleiri færslur á nýju ári?

Síðasta færsla mín á síðasta ári (2018) var um miðjan mars. Þrátt fyrir að eiga nokkrar PiPiTis myndasögur á lager, þá var ég ekki að skrifa mikið. Ég hef bætt við færslu eftir á í október, sem að var upphaflega bara skrifuð á Facebook. Ástæðan fyrir þessari þögn hefur stafað af eftiðleikum í einkalífinu plús stór verkefni sem að ég ákvað að fara í og ákveðna erfiðleika í vinnunni. Þar sem að mestu erfiðleikarnir í einkalífinu hafa verið smátt og smátt að leysast og ég sé fyrir endan á stór verkefninu, þá er ég nokkuð vissum að uppfærslunar á þessari síðu verða fleiri.

Hvað stóraverkerfnið varðar, þá lagði ég í húsakaup árið 2018 og fékk ég húsið afhent í lok ársins 2018. Árið 2019 fór að mestu í að laga og endurbæta húsið, með öllum tilheyrandi erfiðleikum.

Mér hefur dottið í hug að skrifa eitthvað nokkrar færslum um hvað var gert og afhverju það gekk svo brösulega en upphaflega átti vinnan í húsinu að vera lokið í byrjun júlí, en iðnaðarmenn voru að klára síðustu hlutina í nóvember en þá var ég fluttur inn í óklárað hús og á sjálfur eftir að klára öll herbergi.

Gleðilegt nýtt ár!

Í upphafi síðasta árs fékk ég ístæði fyrir skrúfu í líkamann, um mit árið var svo skrúfunni skrúfað í ístæðið, nokkrum vikum seinna þá voru vel yfir 10 skrúfum skrúfað í líkama minn, svo að í framtíðinni á ég góða möguleika á að vera með nokkrar skrúfur lausar. Síðasti atburðurinn hafði talsverðar afleiðingar þar sem að ég gat ekki teiknað neitt í nokkra mánuði á eftir en undir lok ársins gat ég loks teiknað að nýju. Ég teiknaði því nýtt PiPiTis dagatal:

Fyrir slysið hafði ég áform um að teikna eitthvað annað en PiPiTis fyrir þessa heimasíðu en varð að fresta því um óákveðin tíma. Síðasta ár var viðburðarríkt og afleiðingar þessara viðburða eiga eftir að koma enn betur í ljós á þessu ári. Hlakka til að eyða með ykkur árinu.

Breytt heimasíða

Þegar ég setti upp þessa heimasíðu í fyrsta skipti í desember 2015 var mér bent á WordPress sem einfaldan möguleika á að setja upp síðu. Ég prófaði WordPress en var ekki nógu ánægður með útkomuna. Mér fannst ég ekki hafa nógu mikið vald á útliti síðunnar og þeir eiginleikar og viðbætur sem snéru að myndasögum voru ekki alveg að virka fyrir mig. Ég prófaði því Adobe Muse og það virkaði nokkuð vel, ég hafði mun meira vald yfir útliti heimasíðunnar, svo ég ákvað að nota það þó það væri heldur ekki fullkomið.

Eitt af því sem leyst vel á við WordPress var Blog möguleikinn og ég var að vona að fyrir Muse myndi slík viðbót koma einhvern tíman. Slíkt hefur komið og ég ætlaði alltaf að skoða hvernig ég gæti notað viðbæturnar. Hins vegar varð mér ljóst með tímanum að það er annar eiginleiki sem ég vildi líka og það var að hafa síðuna á fleiri en einu tungumáli. Hingað til hafði ég látið PiPiTis myndasögurnar sjálfar vera á ílsensku og þýsku en allur annar texti heimasíðunnar var á íslensku og með vaxandi lesendum sem ekki skyldu íslensku þá fannst mér kominn tími á að gera eitthvað í málinu.

Með Adobe Muse fann ekkert nógu gott til að leysa þetta mál og þegar Adobe tilkynnti að þeir myndu hætta að þróa Muse áfram þá virtist vara augljós að ég þyrfti að skoða aðra möguleika. Núna í veikindum mínum ákvað ég að skoða aftur WordPress og fann viðbót sem einfaldar talsvert vinnuna við að hafa síðuna á fleiri en einu tungumáli. Blog eiginleikan get ég notað og restina verð ég að lifa með en ég vona að ég muni finna leiðir til þess að hafa hluti eins og ég vil.

Það táknar að útlit og virkni síðunnar hefur aðeins breyst en ég vona að lesendum síðunnar finnist það ekki verra og kannski betra í mörgum tilfellum. Til að fá íslensku síðuna ef hún kemur ekki sjálfkrafa þá er bara að smella á fánan hægra megin á valstykunni og velja íslenska fánann.

Olnbogabrotinn

Að kvöldi 11. september lenti ég í slysi þegar ég var á leið heim úr vinnu og brotnaði hægri olnboginn og varð að fara í aðgerð. Brotið var mjög mikið og aðgerðin flókin en læknarnir gerðu vinnu sína mjög vel eins og sjá má á myndinni fyrir neðan. Það þýðir að ég mun lítið teikna á næstunni og er varla skrifandi í dag. Ég á þó nokkrar PiPiTis myndasögur á lager, sem ég mun að sjálfsögðu birta hér Kannski er verð ég fær um að teikna að nýju þegar lagerinn er búinn.

Heimasíða

Það er búið að vera nokkuð lengi á döfunu hjá mér að koma heimasíðu aftur á netið. Aðalástæðan var lengi vel bók sem að ég er búinn að vera að vinna að síðustu ár og ætlaði að gefa út á árinu. Vinnsla bókarinnar hefur af ýmsum örsökum dregist á langinn og þar af leiðandi var engin þörf á að koma heimasíðu í gagnið. Ég byrjaði hins vegar að teikna myndasögustikklurnar PiPiTis fyrir vinnufélaga, sem var svo að segja birt á innri vef fyrirtækisins en þegar nokkrar af þeim voru ritskoðaðar þá hef ég þurft stað fyrir þar sem slíkar stikklur gætu verið birtar. Ég fór því aftur að hugsa um heimasíðu þar sem þær getu verið hýstar. Ég gaf mér loksins tíma núna á aðventunni að gera eitthvað í málunum og hér er því síðan komin á netið.

Síðan inniheldur áður sagða PiPiTis stikklur, sem munu birtast sæmilega reglulega. Fyrstu fimm stikklurnar er að finna nú þegar á síðunni en sú nýjasta af þeim er með jólaívafi og því tilvalið að staldra þar við. Þær munu svo birtast vikulega eftir það í einhverjar vikur þar sem að ég hef smá forða en þegar sá forði er búin munu þær birtast þegar ég svo að segja teikna þær og þá verðum við að sjá til hversu oft það verður. Ég hef ákveðið að halda PiPiTis stikklunum á frummálinu, þ.e. þýsku, og setja íslenska þýðingu undir stikkluna. Framsetningin á þýðingunni á þó vafalaust eftir að breytst.

Áður nefnd bók, sem hefur hlotið nafnið Þegar tíminn staldraði við, hefur sinn stað og í augnablikinu bara smá keimur af bókinu en mun eftir því sem að líður nær útgáfu bókarinnar vera meira upplýsandi og veglegri.

Forsíðan, eða þessi síða, mun svo innihalda fréttir og blogg um eitthvað sem að mér dettur í hug í sambandi við myndasögur, mest þó eigin myndasögur, t.d. hvort að ný PiPiTis myndastikkla er kominn á netið eða um þróun bókar minnar.

Það er smá aukaefni á síðunni, t.d. nokkrar smámyndasögur en ég mun bæta við þær eftir því sem að líður á. Einnig má nefna grein um sögu íslensku myndasöguna, sem að birtist í tímaritinu Mænan. Og að lokum þá hef ég haldið úti bloggi á blog.is sem að ég kalla Veröld myndasögunnar, þar hef ég skrifað eitt og annað um myndasögur en það blogg er líka hægt að sjá á þessari síðu, í augnablikinu frekar hallarislegt.

Þessi síða á vafalaust eftir að breytast talsvert á næstu mánuðum.