Fleiri færslur á nýju ári?

Síðasta færsla mín á síðasta ári (2018) var um miðjan mars. Þrátt fyrir að eiga nokkrar PiPiTis myndasögur á lager, þá var ég ekki að skrifa mikið. Ég hef bætt við færslu eftir á í október, sem að var upphaflega bara skrifuð á Facebook. Ástæðan fyrir þessari þögn hefur stafað af eftiðleikum í einkalífinu plús stór verkefni sem að ég ákvað að fara í og ákveðna erfiðleika í vinnunni. Þar sem að mestu erfiðleikarnir í einkalífinu hafa verið smátt og smátt að leysast og ég sé fyrir endan á stór verkefninu, þá er ég nokkuð vissum að uppfærslunar á þessari síðu verða fleiri.

Hvað stóraverkerfnið varðar, þá lagði ég í húsakaup árið 2018 og fékk ég húsið afhent í lok ársins 2018. Árið 2019 fór að mestu í að laga og endurbæta húsið, með öllum tilheyrandi erfiðleikum.

Mér hefur dottið í hug að skrifa eitthvað nokkrar færslum um hvað var gert og afhverju það gekk svo brösulega en upphaflega átti vinnan í húsinu að vera lokið í byrjun júlí, en iðnaðarmenn voru að klára síðustu hlutina í nóvember en þá var ég fluttur inn í óklárað hús og á sjálfur eftir að klára öll herbergi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *