Mánaðarskipt færslusafn fyrir: október 2018

Breytt heimasíða

Þegar ég setti upp þessa heimasíðu í fyrsta skipti í desember 2015 var mér bent á WordPress sem einfaldan möguleika á að setja upp síðu. Ég prófaði WordPress en var ekki nógu ánægður með útkomuna. Mér fannst ég ekki hafa nógu mikið vald á útliti síðunnar og þeir eiginleikar og viðbætur sem snéru að myndasögum voru ekki alveg að virka fyrir mig. Ég prófaði því Adobe Muse og það virkaði nokkuð vel, ég hafði mun meira vald yfir útliti heimasíðunnar, svo ég ákvað að nota það þó það væri heldur ekki fullkomið.

Eitt af því sem leyst vel á við WordPress var Blog möguleikinn og ég var að vona að fyrir Muse myndi slík viðbót koma einhvern tíman. Slíkt hefur komið og ég ætlaði alltaf að skoða hvernig ég gæti notað viðbæturnar. Hins vegar varð mér ljóst með tímanum að það er annar eiginleiki sem ég vildi líka og það var að hafa síðuna á fleiri en einu tungumáli. Hingað til hafði ég látið PiPiTis myndasögurnar sjálfar vera á ílsensku og þýsku en allur annar texti heimasíðunnar var á íslensku og með vaxandi lesendum sem ekki skyldu íslensku þá fannst mér kominn tími á að gera eitthvað í málinu.

Með Adobe Muse fann ekkert nógu gott til að leysa þetta mál og þegar Adobe tilkynnti að þeir myndu hætta að þróa Muse áfram þá virtist vara augljós að ég þyrfti að skoða aðra möguleika. Núna í veikindum mínum ákvað ég að skoða aftur WordPress og fann viðbót sem einfaldar talsvert vinnuna við að hafa síðuna á fleiri en einu tungumáli. Blog eiginleikan get ég notað og restina verð ég að lifa með en ég vona að ég muni finna leiðir til þess að hafa hluti eins og ég vil.

Það táknar að útlit og virkni síðunnar hefur aðeins breyst en ég vona að lesendum síðunnar finnist það ekki verra og kannski betra í mörgum tilfellum. Til að fá íslensku síðuna ef hún kemur ekki sjálfkrafa þá er bara að smella á fánan hægra megin á valstykunni og velja íslenska fánann.