PiPiTis 35: Eine Spec-takel

Þessi myndasaga gengur eingöngu útá þýska orðaleiki og því nánast ómögulegt að þýða yfir á íslensku. Forsagan er þessar myndaræmu er sú, að eitt sinn komu tveir vinnufélagar mínir til mín skelli hlægjandi með hugmynd að nýrri PiPiTis ræmu: „respecced“ (lausleg íslensk þýðing: endurverklýst) og þeir reyndu að útskýra fyrir mér hvað væri svona fyndið við þetta allt saman en jú respecced hljómar svipað og respekt (ísl. virðing). Ég skrifaði hygmyndna í minnisbók mína en vissi ekki alveg hvað ég átti að gera við hugmyndina.

Þegar ég var að safna hugmyndum fyrir PiPiTis dagatið 2018, rakst ég á þessa hugmynd og fór þá að leika mér að orðinu „Spec“ en í minni deild þá notum við þetta orð yfir verklýsingu sem styttingu á orðinu Specifikation (þýs. Spezifikation, ísl. verklýsing). Orðið Spec ber maður eins fram og þýskaorðið Speck (ísl. spik) sem þjóðverjar nota einnig yfir beikon. Þannig að Spec fer í gegnum ákveðið ferli: til að byra með er Baby-Spec (isl. ungbarnafita), næsta þrep er durchgewachsener Spec (lausleg íslensk þýðing gegnumvaxin verklýsing) en durchgewachsener Speck er þegar fitan ligur í gegnum allt kjötið eins og hjá beikoni. Að lokum þá höfum við fetter Spec (lausleg íslensk þýðing feit verklýsing) en fetter speck er í raun og veru bara fita. Áður en að afhending verklýsingar á sér stað þá þarf að affita (þýs. abspecken) verklýsinguna.

Að hugsa um alla þessa fitu fá margir (af óskiljanlegum ástæðum) mikla matarlyst.

Persónur í þessari myndastrípu:


Þróari
Vörustjóri Ráðgjafi

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *