Mánaðarskipt færslusafn fyrir: desember 2017

Við árslok

Það er að koma nýtt ár og fyrir þá sem eru að leita af dagatali fyrir árið 2018 til að setja á borðið hjá sér þá er hægt að nálgast PiPiTis dagatal fyrir árið 2018 með 12 splúnkunýjum PiPiTis myndasögum, allar tengdar við viðeigandi gildi (þetta er jú gildishlaðið dagatal) og öllum kökudögum sem að skipta máli. Hafið einfaldlega samband ef þið viljið dagatalið.
Annars get ég ekki verið svo ósáttur við árið 2017. PiPiTis bókin hefur selst í meira en 230 eintökum, sem er mun meira en ég bjóst sjálfur við og hafa viðtökurnar verið hreint út sagt frábærar við PiPiTis myndasögunum. Ég er spenntur að sjá hvað nýtt ár mun bera í skauti sér og vonandi fá önnur hugarafkvæmi mín að vera í sviðsljósinu en bara PiPiTis myndasögurnar, allavega á þessari heimasíðu. Sjáumst á nýju ári!