PiPiTis 24: Lognið á undan…

Síðustu mánuði hef ég gengið mjög jákvæð viðbrögð við PiPiTis myndasögunum. Fólk sem sinnir störfum sem hafa ekki ennþá birst í í PiPiTis minnit mig gjarnan á það,
aðrir segja mér frá atburðum sem að þeim finnst eiga vel heima í PiPiTis myndasögunum og oftar en ekki þegar heiter umræður eru í gangi er oft sagt „úh, nú birtist þetta í næstu PiPiTis!“ Hið besta mál allt saman. Á deildarfundi í byrjun þessa árs var annar deildarstjórinn að fara yfir liðið ár og hversu jákvætt allt væri, innkoman, viðskiptavinir og starfsmenn. Hann snéri sér svo að mér og sagði við mig að ég gætti kannski tekið þetta fyrir í næsta PiPiTis. Ég svaraði honum að það vantaði alveg sársaukan. Þegar ég fór svo að hugsa um þetta þá varð mér ljóst að sársaukinn er til staðar og úr varð þessi PiPiTis myndaræma.

Persónur í þessari myndastrípu:


Þróari
Stjórnin Kúnni

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *