Mánaðarskipt færslusafn fyrir: janúar 2017

Gott selur sig sjálft?

Fyrir jól þá datt mér í hug að taka PiPiTis myndasögurnar mínar saman og safna í bók. Ég var búin að vera með hugmynd að PiPiTis bók, þar sem hugbúnaðargerð væri tekin fyrir á einfaldan og spaugilegan hátt. Þessi bók var svo að segja tilraun í þá átt, þ.e. að tengja allar þær PiPiTis myndasögur sem ég hafði þegar teiknað og setja þær í samhengi, auk þess að segja forsöguna að PiPiTis. Í bjartsýni minni hélt ég að þetta tæki bara tvær helgar. Þetta tók rúmar þrjár vikur þar sem næstum hver klukkutími sem að ég var ekki í vinnunni var helgaður bókinni, auk hádegismatar.
Lesa áfram Gott selur sig sjálft?