![]() |
![]() |
![]() |
Þessi myndastikkla er innanhús húmor. Við höfum eigið kerfi sem að sér um skráningu á villum og þarfagreiningum, áætlanagerðum, prófanagrunnur og almennum upplýsingum. Þetta kerfi hlaut nafnið Trinity í samkeppni sem var haldin á deildarráðstefnu fyrir talvert mörgum árum.
Hugmyndin að nafninu kemur úr trúarbrögðunum og þá einkum indverskri goðafræði um hina heilögu þrenningu (e. Trinity, ind. trimurti), en þrenningin í indverskri goðafræði samanstendur af guðunum, Brahma, Vishnu og Shiva. Brahma er skaparinn og hjá okkur var Vörustjórinn sambærilegur þar sem hann skrifar þarfagreiningar. Vishnu er guð varðveitingar/viðhalds og hjá okkur voru þeir sem prófa sambærilegir. Að lokum er það Shiva, eða tortrímandinn/umbreytir en sæmbærilegt hjá okkur væri þróunardeildinn sem að eyðir/tortrímir villum og umbreytir þarfagreiningu í forrit.
Nokkrum árum síðar var aftur komið að því að velja nafn á deildarráðstefnu. Að þessu seinni var það eigið kerfi sem að sér um að keyra sjálfvirkar prófanir. Kerfið keyrir allar prófanir í heild sinni að nóttu til (e. nightly build), en líka stöðugar prófanir eftir hverja skráningu hvers kóða í gagnabankanum. Nafnið sem varð fyrir valinu var Morpheus í höfuðið á gríska guðinum sem réði yfir draumum, sem hentaði vel fyrir þetta kerfi sem að vinnur verk sín í bakgrunni.
Þekktasti gagnagrunnurinn í hugbúnaðargerð í dag er Oracle og að sjálfsögðu eru arkitektar hluti af hugbúnaðargerð hjá okkur svo við erum langt komin með nöfn allra persóna í myndinni Matrix frá 1999.
Þess má geta að á síðustu deildar ráðstefnu var Agent Smith kynntur.
Persónur í þessari myndastrípu:
![]() |