Konur mannkynssögunnar

Síðastu laugardaga var hægt að fá myndasögur ókeypis. Síðasta laugardag héldu þjóðverjar, Svisslendingar og Austurríkismenn uppá Gratis Comic Tag og laugardaginn á þar undan héldu Bandaríkjamenn og Íslendingar uppá Free Comic Book Day. Ég ætlaði mér að vera með að þessu sinni og hafði hugsað mér að birta myndasögu úr Þegar tíminn staldraði við og ákvað því að fullklára eina af viðameiri sögunum. Þar sem ég vissi að tímamörkin væru knöpp þá ákvað ég samt að ráðast í verkið því hvort sem ég kláraði í tíma eða ekki, þá væri vinnan ekki til einskis. Þeir sem líta reglulega við á síðuna hafa eflaust tekið eftir að það kom engin færsla í síðustu viku og ástæðan sú að ég kláraði söguna ekki tímanlega. Sagan ber nafnið Mannkynssagan og hér er smá forsjá:

Þetta er svo kallaðar „konur mannkynssögunnar“ hér birtast án samhengis. Hafið engar áhyggjur þessi myndasaga mun birtast einhvern tíman í náinni framtíð.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *