Mánaðarskipt færslusafn fyrir: maí 2016

Konur mannkynssögunnar

Síðastu laugardaga var hægt að fá myndasögur ókeypis. Síðasta laugardag héldu þjóðverjar, Svisslendingar og Austurríkismenn uppá Gratis Comic Tag og laugardaginn á þar undan héldu Bandaríkjamenn og Íslendingar uppá Free Comic Book Day. Ég ætlaði mér að vera með að þessu sinni og hafði hugsað mér að birta myndasögu úr Þegar tíminn staldraði við og ákvað því að fullklára eina af viðameiri sögunum. Þar sem ég vissi að tímamörkin væru knöpp þá ákvað ég samt að ráðast í verkið því hvort sem ég kláraði í tíma eða ekki, þá væri vinnan ekki til einskis. Þeir sem líta reglulega við á síðuna hafa eflaust tekið eftir að það kom engin færsla í síðustu viku og ástæðan sú að ég kláraði söguna ekki tímanlega. Sagan ber nafnið Mannkynssagan og hér er smá forsjá:

Þetta er svo kallaðar „konur mannkynssögunnar“ hér birtast án samhengis. Hafið engar áhyggjur þessi myndasaga mun birtast einhvern tíman í náinni framtíð.

Aðdáenda myndasögur

Síðasta PiPiTis myndastikklan var sú nýjasta, sem þýðir að hér eftir munu PiPiTis birtast stuttu eftir að þær hafa birst opinberlega. PiPiTis myndastikklurnar hafa hitt betur í mark og stundum ollið meira umtali en ég átti sjálfur von á. Margir hafa skotið að mér hugmyndum, og það meira að segja yfirmenn mínir, sem hafa viðrað þeirri hugmynd að hengja þær uppá vegg. Ein myndastikklan hangir uppá vegg, en arkitektarnir voru svo ánægðir með eina að hún var strax sett á vegginn.

Það hafa líka verið eftirhermur, t.d. þessi skopmynd af mér sem Marcel Börner teiknaði:

Hann nær hárgreiðslunni nokkuð vel. (Stop! So nicht! = Stop! Ekki svona!). Marcel var aftur á ferðinni nokkru síðar og teiknaði þessa hér á töflu:

Ég veit ekki alveg hvað stendur á fánanum, held að það standi Wizzard (=galdramaður).

Einn af arkitektunum fékk nóg einn daginn eftir að einhver var búinn að hirða Coke Zero flösku úr ískáppnum (enn eina ferðina) og teiknaði eftirfarandi mynd:

Titill myndarinnar er froðufellandi arkitekt (schäumender Architect) en hér er arkitekt fyrir framan ískáp með fulla hyllur af bjór (Bier) og vatni (Wasser) en Coke Zero hyllan er tóm (bara köngulóarvefur og flugur). Arkitektinn froðufellir af reiði yfir tómri Coke Zero hyllu (Coke Zero schon wieder LEER! = Coke Zero enn einu sinni tóm).