Mánaðarskipt færslusafn fyrir: desember 2015

Heimasíða

Það er búið að vera nokkuð lengi á döfunu hjá mér að koma heimasíðu aftur á netið. Aðalástæðan var lengi vel bók sem að ég er búinn að vera að vinna að síðustu ár og ætlaði að gefa út á árinu. Vinnsla bókarinnar hefur af ýmsum örsökum dregist á langinn og þar af leiðandi var engin þörf á að koma heimasíðu í gagnið. Ég byrjaði hins vegar að teikna myndasögustikklurnar PiPiTis fyrir vinnufélaga, sem var svo að segja birt á innri vef fyrirtækisins en þegar nokkrar af þeim voru ritskoðaðar þá hef ég þurft stað fyrir þar sem slíkar stikklur gætu verið birtar. Ég fór því aftur að hugsa um heimasíðu þar sem þær getu verið hýstar. Ég gaf mér loksins tíma núna á aðventunni að gera eitthvað í málunum og hér er því síðan komin á netið.

Síðan inniheldur áður sagða PiPiTis stikklur, sem munu birtast sæmilega reglulega. Fyrstu fimm stikklurnar er að finna nú þegar á síðunni en sú nýjasta af þeim er með jólaívafi og því tilvalið að staldra þar við. Þær munu svo birtast vikulega eftir það í einhverjar vikur þar sem að ég hef smá forða en þegar sá forði er búin munu þær birtast þegar ég svo að segja teikna þær og þá verðum við að sjá til hversu oft það verður. Ég hef ákveðið að halda PiPiTis stikklunum á frummálinu, þ.e. þýsku, og setja íslenska þýðingu undir stikkluna. Framsetningin á þýðingunni á þó vafalaust eftir að breytst.

Áður nefnd bók, sem hefur hlotið nafnið Þegar tíminn staldraði við, hefur sinn stað og í augnablikinu bara smá keimur af bókinu en mun eftir því sem að líður nær útgáfu bókarinnar vera meira upplýsandi og veglegri.

Forsíðan, eða þessi síða, mun svo innihalda fréttir og blogg um eitthvað sem að mér dettur í hug í sambandi við myndasögur, mest þó eigin myndasögur, t.d. hvort að ný PiPiTis myndastikkla er kominn á netið eða um þróun bókar minnar.

Það er smá aukaefni á síðunni, t.d. nokkrar smámyndasögur en ég mun bæta við þær eftir því sem að líður á. Einnig má nefna grein um sögu íslensku myndasöguna, sem að birtist í tímaritinu Mænan. Og að lokum þá hef ég haldið úti bloggi á blog.is sem að ég kalla Veröld myndasögunnar, þar hef ég skrifað eitt og annað um myndasögur en það blogg er líka hægt að sjá á þessari síðu, í augnablikinu frekar hallarislegt.

Þessi síða á vafalaust eftir að breytast talsvert á næstu mánuðum.